barnaby framtíðarinnar

barnaby kvöldsins gerist í sultuverksmiðju...mér finnst það eitthvað svo eðlilegt. En velti því samt fyrir mér hvort það sé ekki svolítið hættulegt að búa í þessum annars svo aðlaðandi uppsveitum englands, barnaby hefur í nógu að snúast a.m.k.!
Ég snýst líka eins og hringekkja um sjálfa mig þessa daganna og spái í bolla í gríð og erg. Er hreinlega að spá í þessum normalt spurningum sem koma upp þegar maður er ung kona á framabraut, hvort kona sé á réttri hillu og svoleiðis. Hef enn ekki vaxið upp úr draumum mínum eða uppfyllt þá; að vinna í risavöxnu marmaralegnu bókasafni á hvítum og bleikum hjólaskautum, vera viðfang í svefnrannsóknum, gerast desertkrítíker sem ferðast um allan heim og síðast ekki síst, trúður:)
En hvað verður verður víst að koma í ljós!

Ummæli

Syneta sagði…
Ég hef einmitt stundum hugsað um þessar sakamálastjörnur eins og Barnaby, hversu margir geta dáið í hans nánasta umhverfi án þess að fólk fer beinlínis að tengja þessi voðaverk við hann?

... ég hugsa að ég hafi einmitt verið svona 6 ára þegar ég ákvað að Jessica Fletcher og Mrs Marple myndu aldrei fá að koma í heimsókn til okkar ;)
Móa sagði…
vá einhver utan nánustu fjölskyldu(af skyldu) les þetta blogg, húrra!
Edilonian sagði…
aldrei þessu vant kíkti ég líka á bloggheima:-o
og horfði auðvitað á Barnaby og Plummermaukið!!
hvenær ætlaru svo að spá fyrir mér draumórakona?
Móa sagði…
mig sundlar yfir öllum þessum kommentum...kannski maður/kona loki bara feisbúkkinu:=)
af hverju fórstu í háskólann? það er ekkert af þessu kennt þar. mér líst miklu betur á þessi framtíðarstörf heldur en allt sem kennt er í háskólum.
Móa sagði…
ég fæ sjaldan störf í samræmi við það sem ég læri...eða ég er léleg í að velja nám;)

Vinsælar færslur