le petit chaperon violet


petit chaperon violet, originally uploaded by pipiogpupu.

skikkjan er sum sé búin og það fyrir nokkru...en ég veit ekki hvað hefur tafið montfærsluna mína. Það var í lok september sem litla ævintýraprinsessan fékk hana loksins og hún var ekkert smá ánægð. Bætti við borða í hálsmálið þar sem hún er nokkuð stór á hana Ísold, en það þýðir líka að hún muni geta notað hana lengi. Hvað sem litla skinnið segir ....hum grín eða eins og Ísold myndi segja sjálf "hvaða sjúka grín er þetta?". Ísold kallar flíkina fjóluhettu og er hún notuð til jafns spari og í ævintýraleikritum Ísoldar. Það skemmtilega við að prjóna þessa flík að ég lærði svo margt, lesa uppskrift og alls kyns kúnstir sem ég kunni ekki áður. Og þó það taki tíma sinn er svo gaman að sjá kláraða flík

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Skikkjan er dýrðleg og rosalega flott... og ég segi það enn og aftur þú ert frábær...og hvíklík prjónakona!

mamma
Móa sagði…
takk!

Vinsælar færslur