1. í aðventu
ég man mjög vel eftir því þegar ég kom til Íslands fyrst um jól. Það var eins og að ganga inn í litla jólasnjókúlu, ævintýraveröld. Allt svo fullkomlega jólalegt og hátíðlegt. Mjólkurglasið og smákökurnar hjá ömmu í skjólinu, þegar ég sá jólasvein í holtagerðinu og amma manaði mig upp í að hlaupa á eftir honum með pönnuköku. ég kom að sjálfsögðu ekki upp orði, af feimni. Ég var með stjörnur í augunum þegar ég flaug svo heim þar sem reyndar ég þurfti ekki að ganga í vetrargalla, húfu eða vettlingum...
Ég man líka eftir að hafa heyrt ættingja mína vera kvarta yfir jólastressi...skyldi þetta nást... sögðu þau. Þá náði ég engan veginn þessari hugmynd, hverju vildu þau ná og hvernig í ósköpunum gat þeim þótt þessi ævintýraveröld stressandi. Núna get ég vel skilið þetta fullorðna fólk, það þarf að njóta aðventunar svo mikið, baka svo mikið, kaupa gjafirnar allar og ná að föndra með börnunum, föndra gjafir, fara í öll boðin, jólahlaðborðin, ekki eyða of miklum peningum, gera þennan asnalega krans, skreyta...allt að sjálfsögðu áður en klukkan slær sex á aðfangadagskvöld, jesús góður maría og jósep! Þurfa allir íslendingar alltaf að vera jafn fullkomnir um jólin. Slöppum af um jólin!
ps. ég er búin að baka piparkökur, fara með krakkana á sleða um helgina og nei ég er ekki búin að skreyta og hef ákveðið að sleppa jólakortum þetta árið!
Ég man líka eftir að hafa heyrt ættingja mína vera kvarta yfir jólastressi...skyldi þetta nást... sögðu þau. Þá náði ég engan veginn þessari hugmynd, hverju vildu þau ná og hvernig í ósköpunum gat þeim þótt þessi ævintýraveröld stressandi. Núna get ég vel skilið þetta fullorðna fólk, það þarf að njóta aðventunar svo mikið, baka svo mikið, kaupa gjafirnar allar og ná að föndra með börnunum, föndra gjafir, fara í öll boðin, jólahlaðborðin, ekki eyða of miklum peningum, gera þennan asnalega krans, skreyta...allt að sjálfsögðu áður en klukkan slær sex á aðfangadagskvöld, jesús góður maría og jósep! Þurfa allir íslendingar alltaf að vera jafn fullkomnir um jólin. Slöppum af um jólin!
ps. ég er búin að baka piparkökur, fara með krakkana á sleða um helgina og nei ég er ekki búin að skreyta og hef ákveðið að sleppa jólakortum þetta árið!
Ummæli
Kærar jólakveðjur til ykkar
máo