Fjórði í aðventu: síðasta sunnudagshugvekjan

Nú skal segja hvernig ungar konur í Norðurmýri halda jólin með jafnaðargeðinu að vopni...well ó well lífið er það sem kemur fyrir á meðan maður er upptekin við planleggingar. Já og jafnaðargeðið er ekkert sérstaklega hátt skrifað á tossalista næstu daga. En hvað um ég kláraði ritgerð sem ég hefði alveg öruglega getað vandað betur við,hitti vini, við familian áttum góðar stundir með löngum og langa í kópavoginum og ég hélt jólaafmæli fyrir litla jólabarnið mitt:
(varúð færsla breytist nú í væmið tal um eigin heitelskuðu afkvæmi)
Karólína varð þriggja ára í gær, stóra systir hennar vakti hana með hamingjuóskum(á sinni ofurskýru íslensku)og við foreldrarnir muldruðum hangandi sitt hvoru megin við þær á rúmbrík hjónarúmsins...Litlan var afar ánægð með að hún sjálf ætti loksins afmæli og tók því á móti öllum gestum með því að segja öllum"til hamingju með afmælið" þannig var það afgreitt! Og mikið hefur hún stækkað litla peðið mitt og þessi litla persóna þroskast. Það sem hún tekur uppá er stundum óborganlegt og líka stórfurðulegt.
Eins og þegar hún tók upp á því í haust að fara sanka að sér grjóti og er iðulega með fulla vasa af grágrýti. Nú nýlega fór hún að kjamsa á steinunum eins og hún ætli sér að verða forngrískur ræðulistamaður... Stóra systirin gerði okkur foreldrana afskaplega stolt því hún var full umhyggju og ástar til afmælisbarnsins--sýndi engin merki um öfundsýki. Samgladdist systur sinni og skemmti sér hið besta í litla
jólaafmælinu. Það er nú meira hvað þessi litlu skrippildi eiga mikið pláss í hjartanu.
(væmni búin)
Nei ég er ekki búin með jólagjafir og þið sem saknið kortsins verðið bara að gera ykkur þetta nöldur á pipiogpupu að góðu. Ég hef sko ekki bakað neitt meira nema ég gerði heilsukonfekt sem mínum ektamanni líst ekkert á. Ég er orðin stressuð, föndur er enn óklárað og farmvilleuppskeran farin til fjandans. En hvað um það ég bið bara um notaleg jól og að við höldum geðheilsunni. Já svo held ég bara að stressið sé hluti af jólunum þannig að það er ekki hægt að sleppa því alveg:)hátíðleikinn, æ nei finnst hann ekkert merkilegur....og árans verð of sein að pósta þessari færslu!Hvít jól, já takk!

Ummæli

Vinsælar færslur