heilagur nikulás (aðventa númeró dúó)

Jólaundirbúningur er hér í góðum farvegi síðan húsmóðirin tók þá ákvörðun að slappa af. Skrautið er í lágmarki, stelpurnar kláruðu piparkökurnar síðan síðustu helgi. Hins vegar er til nóg deig í ískápnum til að búa til fleiri. Svo er yngri kynslóðin dugleg við að syngja jólalög og við borðum öll mandarínur eins og að við fáum borgað fyrir það.
En sérst þú einn af þeim fáum lesendum þessa bloggs og eigir þú von á gjöf frá þessari familíu þá verð ég bara að hryggja þig með því að jú, jólagjafirnar sem koma héðan verða heimatilbúnar (alveg öruglega klastur). En það er auðvitað hugurinn sem gildir (hvaða gagn sem er nú að því). Já, sökum féskorts og almennrar óráðsíu í fjármálum verður þetta að vera svo ekkert sævar karl hérna eða debenhams! Hvað um það þetta er hins vegar stressfactor hinn mesti því nú þarf ég utan þess að klára tvær gáfulega ritgerðir, halda barnaafmæli og sómasamleg jól í auðarstræti, að smíða og klastra saman jólagjöfum! Það að ég sé að slappa af fyrir þessi jól er auðvitað helber lygi sit hér með uhuklísturputta og skrifborðið þakið rusli og engin gjöf komin í pappír. Jólin koma samt og allt það! og hvar er snjórinn?

(Viðbót frá ritstjóra: afrekaði að sjá nýju woody allen og hún er frábær mæli með henni! já og svo sá ég líka forsetafrúnna í yndislegum bleikum jogging með hlébarðarönd á hjóli við bessastaði á þessum ótrúlega fallegum degi.)

Ummæli

Unknown sagði…
ohh Móa ég dýrka að lesa bloggin þín enda les ég ekkert annað á netinu <3

En engu að síður þá styð ég þig í blogg stíðinu við Facebook. Ég veit að þetta er ekki auðvelt stríð en þú munt uppskera eins og þú sáir á endanum.

Gangi þér vel Móa mín, haltu áfram að berjast!

En annars eru þetta frábær blogg hérna og yndislegt orðaval.
Edilonian sagði…
Hæ elskan mín,
Já ég ætla að reyna að taka þig til fyrirmyndar og kannski blogga smá....en ekki núna:-p
Enginn jólaundirbúningur á þessu heimili, engin þrif, enginn bakstur, engin jólakort... fékk þó reyndar súkkulaðijólasvein í skóinn á sunnudaginn frá Nikulási;-)

Vinsælar færslur