sunnudagur, 13. desember 2009

þriðja kertis sunnudagur á þessum sýndarveruleikakrans!

Jú þetta er allt að koma, eða þannig en ég er bara frekar róleg og það var takmark þessa aðventuniðurtalningar. Meyjarskemman er orðin rósrauð fyrir tilstilli afskaplega duglegs lítils bróður(sem er ekki svo lítill lengur) og nú er stefna tekin á gjafatilbúning, ritgerðarklárun og svo auðvitað afmæli Karólínu. Já, Þrjú ár síðan Knútur ísbjörn fæddist í Berlín, Wilson mugga strandaði við íslandsstrendur og ég var fullkomlega viðþolslaus af óþolinmæði eftir þessari litlu gömlu geit minni. fyrir fjórum árum vorum við í Berlín á leið til íslands í jólafrí og jafnframt fyrstu jólin án pabba, fyrir fimm árum var ég kasólétt af frumburðinum, við Arnar tvö ein á sólvallagötu. Mikið líður tíminn hratt.

En systurnar fara alveg öruglega ekki í jólaköttinn þetta árið þar sem þær fengu guðdómlega reyndar konunglega jólakjóla frá ömmu þeirra og afa á sólvöllum. Ísold var svo hamingjusöm að hún getur varla enn á heilum sér tekið. Ég þarf augljóslega að gera e-h í mínum jólafatamálum svo líti ekki út fyrir að vera útigangskona við hliðina á þeim. Hins vegar erum við foreldrarnir enn að velta því fyrir okkur hvað við eigum að gefa þessum skottum...(til skammar ég veit) en má ekki kosta handlegg eða sálina? jólajólajóla hvað?
Það er nú meira hvað maður getur verið heillaður af þessu jólafyrirbæri. Og þessi hátíðleiki sem fólk er alltaf að tala um er hann svo eftirsóknaverður... Meira um það seinna.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá að þú hefur staðið þig vel í blogginu. Já fallegu prinsessurnar voru guðdómlegar í kjólunum. :) amma B

Nafnlaus sagði...

átti að standa "hvað" þú..... a B

epísk fjölskyldusaga sagði...

takk það er mesta furða að fólk leggi enn leið sína á bloggin!:)