mánudagur, 4. janúar 2010

áramótaheit!

nei haltu nú! Móheiður ætlar að taka MMX með trukki, ekki færri en tíu áramótaheit upp í erminni, öll fjalla þau um mig og mína vellíðan. Já það á að taka klassíska vestræna eigingirni á þetta. Börnin orðin hálffullorðin og ég engin smábarnamamma lengur! Já já já...sandt er livet. Ísold vaknaði að morgni annars janúar tvöþúsund og tíu fimm ára. Hún byrjaði á því að taka í tennurnar og var frekar vonsvikin að engin væri dottin!
Svo var skellt í eina veislu og systurnar alveg farnar að kunna á rútínuna.
Þessi fimm síðustu ár þessa áratugs hafa verið fljót að líða og margt borið upp á þeim. Ísold sem kom í heimin lítil byssukúla sem ljósmóðirin rétt náði að grípa er orðin svo stór, veit svo mikið um þennan heim og afskaplega gaman að fylgjast með henni. Á þessu ári hefur hún lært margt nýtt s.s. stafina, dansað á sviði borgarleikhússins, farið upp á hálendið þ.e. í Landmannalaugar og um vestfirði. Þær systur finnst mér vera á mjög svo skemmtilegum aldri,gaman að vera með þeim og þær eru góðar vinkonur. Það er greinilega þroskandi að eiga systkini þó þessi mörgu raddbönd samankomin geti líka ært mann.
En um síðasta ár nenni ég svo sem ekki mikið að fara yfir, margt skemmtilegt gerðist en samt finnst mér síðasta ár ekki hafa verið gott ár í það heila. Ég er þakklát fyrir að við familían höfum verið sæmilega heilsuhraust og stelpurnar hafa dafnað vel og það er fyrir mestu eins og amma myndi segja:)

0 ummæli: