sumar, vetur, vumar, setur, sutar????

Nei ég kvarta ekki, ég kvarta ekki þó sleðinn sitji einn og ónotaður, þó ég geti farið út án peysu, vettlinga og húfu, þó krakkarnir séu í endalausu drullumalli í pollagöllum. Nei ég kvarta ekki þó það sé ekki 20 og eitthvað stiga frost eins og í prússlandi...mér finnst þetta veðurfar bara ágætt í þetta skiptið. Viðurkenni þó að ég sé svolítið rugluð, að sjá laukana vera skjótast upp úr jörðinni, sjá grænt gras og steingráar gangstéttir.
Rigningin, gráminn, skýin, ljósbláminn, ljósgula grasið...allir þessir litir blekkja mig eins og laukana og ég er farin að halda að ég búi í miðevrópskri stórborg en ekki þessu menningarsnauðuskammdegisskulduga ríki(löng orð eru svo skemmtileg). Fegnust er ég þó yfir því að það sé farið að birta!

Ummæli

Vinsælar færslur