heilaflækja
ég er að reyna prjóna eina ferðina enn, nei ég gefst ekki upp þó hægt gangi. Sit hér í ullarsokkum prjónuðum af Brynju Björk, sú hin sama og prjónar á fræga fólkið í hollywood. Heilinn minn virðist ekki ná utan um þessa uppskrift Elizabeth Zimmerman nokkurar...sem er svakalega fræg í þessum prjónaheimi, eins konar Pavarotti síns geira.
Uppskriftin virðist vera hin mesta verkfræðiuppskrift og er útkoman algjört sörprise...Nafnið á peysunni er sum sé baby jacket surprise eða eitthvað svoleiðis en það er hægt að fletta þessu öllu upp á wikkí. . Svo var planið að senda peysuna út til finnlands og þá þarf ég helst að ná að prjóna aðra eins!
Annars er ekkert mikið að frétta af þessari stórkostlega skemmtilegu fjölskyldu: Mamman er alltaf í leikfimi, sefur aðeins of mikið og er kallt í þessum rituðu orðum, Pabbinn fékk hjálm í afmælisgjöf frá dætrum sínum sem mamman er afskaplega ánægð með því hún var hrædd um hann á hjólinu sínu út í móa. Minnsta stelpan er alltaf að grallarast og stundum alveg að gera foreldra gráhærða með þrjósku og öðrum uppátækjum, þess á milli er hún ómótstæðilegt lítið stýri sem svaraði aðeins nafninu Gríslingur á öskudaginn(alveg eins og í fyrra og örugglega á næsta ári líka). Aðeins stærri stelpan ætlar að taka bleika tímabilið út í ystu æsar, var ekki kát með mömmu sína því hún keypti ekki rándýran prinsessubúning á öskudaginn(eins og hinar mömmurnar) en varð svo glöð með bleikan glimmerkjól af frænku sinni Morgan í ameríku. Hún er auðvitað alltaf sama krúttið þó hún hafi fullorðnast ansi mikið við það að verða fimm ára. Svo teiknar hún öllum stundum og kallar sjálfa sig listakonu.
Já og vegna þess að lífið er sífelld endurtekning þá er ég farin að þrá sumarið allt allt of snemma og get ekki beðið eftir að verða afmælisbarn...júhú
Uppskriftin virðist vera hin mesta verkfræðiuppskrift og er útkoman algjört sörprise...Nafnið á peysunni er sum sé baby jacket surprise eða eitthvað svoleiðis en það er hægt að fletta þessu öllu upp á wikkí. . Svo var planið að senda peysuna út til finnlands og þá þarf ég helst að ná að prjóna aðra eins!
Annars er ekkert mikið að frétta af þessari stórkostlega skemmtilegu fjölskyldu: Mamman er alltaf í leikfimi, sefur aðeins of mikið og er kallt í þessum rituðu orðum, Pabbinn fékk hjálm í afmælisgjöf frá dætrum sínum sem mamman er afskaplega ánægð með því hún var hrædd um hann á hjólinu sínu út í móa. Minnsta stelpan er alltaf að grallarast og stundum alveg að gera foreldra gráhærða með þrjósku og öðrum uppátækjum, þess á milli er hún ómótstæðilegt lítið stýri sem svaraði aðeins nafninu Gríslingur á öskudaginn(alveg eins og í fyrra og örugglega á næsta ári líka). Aðeins stærri stelpan ætlar að taka bleika tímabilið út í ystu æsar, var ekki kát með mömmu sína því hún keypti ekki rándýran prinsessubúning á öskudaginn(eins og hinar mömmurnar) en varð svo glöð með bleikan glimmerkjól af frænku sinni Morgan í ameríku. Hún er auðvitað alltaf sama krúttið þó hún hafi fullorðnast ansi mikið við það að verða fimm ára. Svo teiknar hún öllum stundum og kallar sjálfa sig listakonu.
Já og vegna þess að lífið er sífelld endurtekning þá er ég farin að þrá sumarið allt allt of snemma og get ekki beðið eftir að verða afmælisbarn...júhú
Ummæli