nokkur atriði sem benda til þess að ég er að eldast og eigi afmæli í næstu viku....JIBBÍ

a. ég keypti mér fyrsta hrukkukremið í bónus um daginn...reyndar vegna þess það var ódýrara en nivea dagkremið, það heitir aþena!
b. ég er alltaf að prjóna og vonast til að prjóna jafn flott og amma einhvern tíman í bráð
c. ég stelst til þess að hlusta á gufuna.
d. langar á synfóníutónleika með manninum sem vill bara rokk rokk rokk!
e. ég horfi alltaf á bókmenntaþáttinn kiljuna aðallega fyrir Kolbrúnu og Pál, mér finnst þau fyndin en þáttastjórnandinn er yfirleitt með allt of löng innslög um karlpunga.
f. mér finnst 34 niðurdrepandi tala
g. ég var með þeim elstu á Bakkus síðustu helgi og í yngri kantinum á Boston.

æ, kann ekki stafrófið er það elli eða unglingamerki. Anyways.
p. for pink elska bleikan, ekki ellimerki.
og á afmæli bráðum þar sem allt á helst að vera bleikt. Eða eins og dætur mínar segja alltaf "mamma á afmæli bráðum og það er næstum eins og jólin"....(já ég kenndi þeim það)

Ummæli

Sonja sagði…
Thu ert frabaer :)
takk:)þú líka!

Vinsælar færslur