mánudagur, 15. mars 2010

pipiogpupu er fimm ára!

blogg þetta hófst fyrir fimm árum og átti mestan part að vera fréttaveita um litla fjölskyldu. Ungabarnið sem skapaði fjölskylduna er líka orðin fimm ára og er nú inni í herbergi í hrókasamræðum við litlu systur og það þó þær eigi að vera löngu sofnaðar. Reyndar átti ég annað blogg sirkabát ári fyrr sem hét sama nafni en því var eytt úr úthafi internetsins...sem mér finnst nú miður, soldið eins og að týna dagbók. Já og þrátt fyrir að hafa flutt upp undir þrjátíu sinnum er það eina dagbókin sem ég hef týnt. Á safn handritaðra dagbóka sem bera vitni um misgáfulegar hugsanir mínar hverju sinni. Nú fimm árum eftir upphaf þessa bloggs, má eiginlega segja að bloggið sé hálfdautt (eins og ljóðið og guð) flestir mínir tenglar hér til hliðar skrifa lítið sem ekkert. Ef einhver hefði sagt mér á unglingsárum að ég ætti eftir að halda einhvers konar opinbera dagbók...hefði ég sagt er ekki í lagi með þig! En ég gat heldur ekki ímyndað mér að ég gæti sent fólki hinum megin á hnettinum rafræntbréf á innan við mínútu, hvað þá beinlínis spjallað við fólk einhvers staðar í útlöndum og horft á það um leið! Nei þessi jamesbondgadget veröld er skrítin og kemur sífellt á óvart.
Svo er allt hitt sem helst óbreytt, hvernig rigningin fellur, sólin rís og hvernig þrátt fyrir allt, þá lætur vorið sjá sig að lokum. já til hamingju með pipiogpupubloggafmæli!

2 ummæli:

heida sagði...

tilhamingju pipiogpupu. það er gott og gaman að blogga og opin dagbók á neti gerir það að verkum að engir flutningar, brunar eða plássleysi komi í veg fyrir að hægt sé að lesa líðan sína og líf aftur á bak. Bloggið er ekki dautt, það er bara orðið aftur eins og það var fyrst, áður en annar hver maður var að blogga við fréttir (endursegja þær) á moggabloggi. núna er blogg það sem það á að vera. fólk sem skrifar texta frá eigin brjósti, af því það þarf að tjá sig.

Helga Þórey sagði...

þetta eru tímamót, til hamingju!

ég er alltaf á leiðinni að fara að blogga meira. innra með mér brenna sögur af móðerni, námsárum, menningarpælingum og neytendaröfli. ég veit að ég mun snúa aftur.