sunnudagur, 16. maí 2010

hellirigning

ég er ekki nógu kát þessa daganna og þá virðist allt erfiðara og vaxa mér í augum. Birtan of mikil og upplýsandi. verkefnin of mörg og tíminn naumur. Laugardagskvöld með tveimur hnátum breytist í vælukeppni og móðirin úttauguð...eftir að hafa komið þeim í svefninn bætist á sálina hrúga af þvotti sem þarf að brjóta saman. Krafan um að finna alltaf jákvæðu eða björtu hliðina finnst mér þrúgandi, má fólk ekki bara vera stundum leitt í friði.

0 ummæli: