sumar sumar og sól

Það er sumar og þá gerir maður eitthvað sumarlegt. kartöflur komnar niður einhver fræ líka upp í skammadal. Í garðinum stússast ég þó hann sé of stór til að ég nái nokkuð að ráða við hann, uppanágrannarnir hafa enn ekki losað risavaxna jólatréð líklega of fín fyrir það. Stelpurnar kátar og hressar í garðinum og á hjólunum. Ég er farin að lesa í tvær bækur á hverju kvöldi fyrir allra hæfi, bangsímon púa í þýðingu Einar más fyrir gríslinginn minn og prinsessubók fyrir prinsessuna mína. Og fyrir sjálfa mig les ég svo Gróður jarðar e. Hamsun. Ein peysa á prjónunum og það fyrir sjálfa mig, sem er í förste gang. Já það er margt brallað og gert á þessum bjartasta tíma. Varð mikið hugsað til ferða minna með norðurleiðarútunum í gamla daga upp á Krók, rúturnar voru rauðar og hvítar, allir blótuðu Hvalfirðinum hvort sem var á norðurleið eða suður. Staðarskálinn var hlýlegur og maður gat skoðað dótauppstillinguna endalaust. Það var nú gaman þá!

Ummæli

Vinsælar færslur