afar dapurlegt án þín
elsku pabbi minn-svo ég vitni í þig sjálfan sem átt afmæli í dag.
"leiði
bardzo smutno bez ciebie
máð letur stirðnaðra tilfinninga
málið órætt
smáletri fjarlægða málfræði gleymskunnar
eldingavararnir klofnir
sumt letur geymist best i ösku
án upphafsstafa
tryggð dökka pennans
takmarkalaus
spyr aldrei tilefni áritana áheita
bez ciebie
á miðju torginu minnismerki
torginu umluktu gráum súrkálsilmandi húsum
borgin mannlaus minningalaus
hlaðin áletrunum merkjum hvítum
borðum
veggspjöldum
að gleymi sér
smutno bez ciebie
niðrað fljótinu stigi hruninn
rústir upplýstar á aðra hönd
reimt eftir gángstígunum
en aldrei milli runna eftir rigningu
gegnum rúðurnar glittir í kertaljós
óvært
bardzo smutno bez cibie"
Geirlaugur Magnússon
"leiði
bardzo smutno bez ciebie
máð letur stirðnaðra tilfinninga
málið órætt
smáletri fjarlægða málfræði gleymskunnar
eldingavararnir klofnir
sumt letur geymist best i ösku
án upphafsstafa
tryggð dökka pennans
takmarkalaus
spyr aldrei tilefni áritana áheita
bez ciebie
á miðju torginu minnismerki
torginu umluktu gráum súrkálsilmandi húsum
borgin mannlaus minningalaus
hlaðin áletrunum merkjum hvítum
borðum
veggspjöldum
að gleymi sér
smutno bez ciebie
niðrað fljótinu stigi hruninn
rústir upplýstar á aðra hönd
reimt eftir gángstígunum
en aldrei milli runna eftir rigningu
gegnum rúðurnar glittir í kertaljós
óvært
bardzo smutno bez cibie"
Geirlaugur Magnússon
Ummæli
mamma