Martröð
Mig dreymdi martröð í nótt og það var svo sannarlega martröð, átti sér stað út á rúmsjó. Við vorum að sigla í draumkenndum veruleika, sjórinn var ógagnsær og hvítur. Höfnin var þakin sjó og ég missti annað barn mitt í sjóinn þegar ég ætlaði að láta hana á bryggjuna, Þura veiddi barn mitt upp úr á meðan ég var frávita af hræðslu. Skyndilega vorum við öll komin inn á spítala sem var mjög mikið gulur eiginlega habsborgaragulur(þ.e. eins og húsin í Austurríki) þar fyrirhittum við strangar hjúkrunarkonur sem skipuðu okkur öllum að gista þar!
Þvílíkt og annað eins.
Annars var hjóli eiginmanns míns stolið um síðustu helgi! Virkilega ömurlegt og lágkúrulegt-næ ekki upp á nef mér af hneysklun á þessum hjólaþjófum.
Þvílíkt og annað eins.
Annars var hjóli eiginmanns míns stolið um síðustu helgi! Virkilega ömurlegt og lágkúrulegt-næ ekki upp á nef mér af hneysklun á þessum hjólaþjófum.
Ummæli