skelfilegi bloggarinn ég

hef verið upptekin við svo margt að undanförnu að ég hef varla litið hér inn...en að sjálfsögðu lofa ég sjálfri mér bót og betrun. Verð hálfpartinn fegin að lesendurnir séu búnir að yfirgefa þetta sísökkvandi skip en þráast við að halda því á floti. En hvað um það sumrin eru til þess að njóta þeirra, hvers vegna skyldi maður hanga inni endalaust í asnalegum tölvusamræðum.
Við vísitölufamilían höfum verið mjög mikið saman undanfarin mánuð saman í fríi og það er dásamlegt að maður er alltaf að kynnast lífsförunautum sínum betur. Ég hef t.d. komist að því að frumburður minn getur talað frá því hún vaknar og þar til hún sofnar án afláts! Að litla skottan elskar að hlusta á rokk og vill hlusta á það mjög hátt(meira að segja hærra en rokkpabbinn); Að báðar dætur mínar fíla Ramones sem þær kalla ramons og geta sofnað mjög vært út frá þeim! Að frumburðurinn getur lært söngtexta eftir fyrstu hlustun en litla skottan virðist hafa erft hæfileika móðurinnar á því sviði. Að Karólína gæti lifað á kakói einu saman(sum sé kölluð Kakólína í útilegunni). Að tvær systur geta sprengt í foreldrum hljóðhimnuna en alltaf svo friðsælar þegar þær lygna aftur augunum á kvöldin.
Jú um moi hef ég komist að ýmsu nýju aðallega því að ég er ekkert endilega sú sem ég held ég sé...Meikar sens?
En nú er síðsumarið komið og það finnst mér dásamlegur tími, uppskeran, birtan, notalegheit og ýmis afmæli!
Fréttir dagsins Móa er komin með skrifstofu, JÚHÚ!!!

Ummæli

Vinsælar færslur