sófar og finnar
Sófasagan heldur áfram, af einhverri ástæðu virðast sófar áskotnast okkur frá öllum áttum og einhvern veginn virðast þeir kannski ekki endast sem skyldi hjá okkur. Hann Derrick yfirgaf okkur í vor og sameinaðist feðrum sínum á sófahimnum. Í stað hans fengum við sófa og stóla frá ömmu minni á Skjólbrautinni. Þetta eru húsgögn sem eru meir en 100 ára gömul en hafa þjónað ömmu síðan um 1944 giska ég og þar á undan afabróður mínum...sem var fæddur á nítjándu öld! Já hann er grænn og nokkuð virðulegur hins vegar er hann ekki beint slaka á sófinn svo upphófst leit hjá undirritaðri að dívan, já Dívan...Ég veit ekki af hverju en skyndilega varð ég hugfangin af því að eignast dívan fékk fólk út um allan bæ til þess að vakta góða hirðinn og kíkja í geymslur. Allir áttu dívan þegar ég var að alast upp sem reyndist svo hentugur bæði til að liggja í fyrir framan sjónvarp, láta unglinga sofa á og breyta svo í sófa. Um kosti dívana gæti ég skrifað endalaust. Allt kom fyrir ekki og þegar ég var í raun búin að gefast upp á dívan-hugmynd minni(eftir að hafa séð góðæriseftirlíkingu í okurbúllunni Ilva á 70.000 og það á rýmingarsölu) Þá datt dívaninn í hendurnar á okkur(ekki bókstaflega) en sambóndi okkar í skammadal var að losa sig við slíkan. Dívaninn er með grænuvelúr og köflóttu baki sem sagt Fullkominn
Hann hefur verið nefndur Sherlock Holmes og ömmusófi Hercule Poirot, já við nefnum sófana okkar eftir persónum í reyfurum og lögregluþáttum...skrítið en svona er þetta. Í stofunni eru því Holmes, Harry klein, Der Alte og lögregluhundurinn Rex en í nýju heimspekistofunni(svefnherbergi okkar Arnars) er Hercule poirot, þar eru aðeins rædd siðfræðileg og frumspekileg vandamál!
Finnar eru okkur álíka jafn hugstætt áhugamál og sófar. Þeir virðast líka áskotnast okkur á undarlegan og yndislegan hátt. Sælla minninga var Viivi vinkona mín frá því ég bjó í París í heimsókn í sumar ásamt familíunni sinni sem var yndislegt. Síðastliðið haust komu Jussi og Maija sem eru kærir vinir okkar sem við kynntumst í Berlín. En í þessum skrifuðu orðum er finnskt par að hjóla í kringum landið, Viivi benti okkur á þau og Arnar búin að skrifa grein um þetta par sem hjólar út um allt á tveimur alvöru og tveimur gervi-fótum og þar að auki teikna myndasögur um herlegheitin: Ég bendi hér með á bloggið þeirra
kveðja úr klein!
Hann hefur verið nefndur Sherlock Holmes og ömmusófi Hercule Poirot, já við nefnum sófana okkar eftir persónum í reyfurum og lögregluþáttum...skrítið en svona er þetta. Í stofunni eru því Holmes, Harry klein, Der Alte og lögregluhundurinn Rex en í nýju heimspekistofunni(svefnherbergi okkar Arnars) er Hercule poirot, þar eru aðeins rædd siðfræðileg og frumspekileg vandamál!
Finnar eru okkur álíka jafn hugstætt áhugamál og sófar. Þeir virðast líka áskotnast okkur á undarlegan og yndislegan hátt. Sælla minninga var Viivi vinkona mín frá því ég bjó í París í heimsókn í sumar ásamt familíunni sinni sem var yndislegt. Síðastliðið haust komu Jussi og Maija sem eru kærir vinir okkar sem við kynntumst í Berlín. En í þessum skrifuðu orðum er finnskt par að hjóla í kringum landið, Viivi benti okkur á þau og Arnar búin að skrifa grein um þetta par sem hjólar út um allt á tveimur alvöru og tveimur gervi-fótum og þar að auki teikna myndasögur um herlegheitin: Ég bendi hér með á bloggið þeirra
kveðja úr klein!
Ummæli