facebookhatur-útdautt sjálf


Sit hér á skrifstofunni með hryllilegt hauskvef sem gerir það að verkum að heilinn virðist varla virka. Ég er með höfuðverk og lítið sem ekkert nefrennsli sem er slæmt því það skýrir þessa stíflu á eðlilegri hugsun. Engu að síður sit ég hér og kíki á facebook-og þið sem viljið endilega íslenska þetta hryllilega fyrirbæri þá gerið það en mér finnst ægilega asnalegt að kalla þetta "fésbók, snjáldur".
Í fyrsta lagi þá hangir maður á þessu stundum tímunum saman án þess að nokkuð gerist
þetta gerir mann ótrúlega forvitinn um eitthvað fólk út í bæ sem kemur manni ekkert við og skyndilega er maður farinn að skoða afar leiðinlegar barnaafmælismyndir hjá einhverju liði sem maður þekkir ekkert en á vin sem droppaði þarna við.
maður fer að upphugsa alls konar asnalegar setningar til að setja í "hvað liggur þér á hjarta" boxið og þykjast vera sniðugur, fyndin, einlæg. Svo bíður maður eftir því að einhverjir læki mann til þess að fá fyllingu í sitt auma líf... Nei þetta er hræðilegt, aumkunarvert, leiðinlegt. Ég veit maður hittir sér löngu horfna vini eða kunningja, maður getur fylgst með vinum í útlöndum sem maður hefur samviskubit yfir því að hafa ekki skrifað! En nei mér finnst þetta ekki nægilegir kostir til þess að afsaka það, að þetta fyrirbæri ætti í raun að heita Procrasti-Nation og árás á einkalífið. Það góða eða það slæma að það er erfiðara að fletta aftur í tímann svo asnalega of-hreinskilinn status...getur gleymst. En þvílíkt líf fyrir unglinga dagsins í dag...ég hefði ekki haft áhuga á því á mínum menntaskólaárum að frændfólk, foreldrar eða bara einhverjir sæu myndir af mér á menntaskólaballi í undarlegu ástandi. Mýstíkin um sjálfið er að hverfa, það verður erfiðara og erfiðara að vernda sjálfan sig fyrir sinni eigin athyglissýki og meinfýsni! ÉG HATA FACEBOOK!

Ummæli

Þessa á náttla bara senda inn í blað allra stúdenta, Stúdentablaðið!
Nafnlaus sagði…
Bíddu, slæddist Óli Kúla hingað inn? Er þetta ekki spurning um hálf tómt glas og hálf fullt og allt það.

búdda
Heiða sagði…
SAMMÁLA! búin að vera að halda svipaða fyrirlestra síðustu mánuði, og endaði á því að eyða 600 og eitthvað vinum á feisbúkk, fór úr ca 700 í ca 70. þetta er óþolandi viðbjóður og vona að feisbúkk verði sjálfdautt í stað þess að sjálfið verði útdautt...
Heiða sagði…
hahahaha, svo bara vilja þú og arnar vera facebook-vinir. sorry guys, þið getið bara lesið bloggið mitt, hringt eða komið í heimsókn....I decline.....
Móa sagði…
hvernig er hægt að taka óla palla fram yfir okkur...ég skil það ekki;)!
Móa sagði…
annars er ég að drekka rosalega gott cherry-cola og er bara nokk sama um þetta facebookrugl!:)
Edilonian sagði…
heyr heyr!!
já og eiginlega bara meira heyr heyr!!

Vinsælar færslur