prjónað haust
þrátt fyrir mikil plön og stórar hugmyndir virðist ég eiga erfitt með að prjóna á sumrin-og það verður bara segjast eins og er að um leið og hitastigið fer niður og laufin falla finnst er mér mun eðlilegra að taka upp prjónanna. Hins vegar er ég búin að standa mig vel í því að fara á prjónanámskeið bæði á dásamlegri prjónahátíðinni lykkjur sem var í sumar í Norræna húsinu og nú í haust hjá ungri skoskri dömu sem ég hefi fylgst með á netinu undanfarin ár. Síðasta námskeiðið var nokkuð sérstök upplifun þar sem ég var búin að kynna mér netsjálf þessarar geðþekku dömu mjög vel og uppgötvaði því að ég hafði m.a. fyrirfram hugmyndir um rödd hennar! Í sumar sótti ég líka mjög skemmtilegt námskeið hjá norskum píum sem reka heimasíðuna pickles. Í haust er ég því enn með peysu sem ég byrjaði á í vor og svo langar mig að prjóna heilan helling í viðbót. Vildi samt að ég gæti prjónað hraðar:)
Ummæli