dramatískur morgun
ég hef alltaf verið svolítið dramatísk-ef ekki bara mjög mikið. Arnar er líka í dramatískari kantinum þar af leiðandi eru börnin okkar dramatísk! þau henda sér í gólfið í grátköstum þegar þau eiga laga til og segja-"mamma, ég er svo þreytt" þegar þau verða lasin eða eru með smásár á puttanum heyrast óp sem flestir myndu tengja við heimsenda. Eldri stúlkan hefur slíkan grát að engin kemst með hælana þar sem hún hefur tærnar, eftir að hafa kennt Ísold að sofna sjálfa á sínu fyrsta aldursári hlaut ég að þola allt, eldur og brennisteinn kemst ekki í tæri við þjáningar foreldrana við að hlusta á barnið góla. Litla systirin kemst ekki nálægt decíbelum stóru systur sem betur fer. Í morgun fór okkar eldri í sitt dramatíska skap og fer skyndilega að gráta og segist ekki vilja deyja! ég reyni eftir fremsta megni að afstýra þessari of hrikalegu hugsun en skyndilega er litla beinið farið að gráta í kór með henni. Einhvern veginn reyni ég að hugga þær og forðast allar þær heimspekilegu vangaveltur sem ég hef stúderað í háskólanum í allt of mörg ár. Við förum í leikskólann og stóra stelpan mín er enn ofurviðkvæm sem endar þannig að hún æpir úr sér lungun þegar ég fer á brott og ég verð að sjálfsögðu glaseygðari en regnvot framrúða á bíl...stundum er erfitt að vera manneskja!
Ummæli
það er svo óþægileg tilfinning að finnast maður vera harðbrjósta í augum annarra... sérstaklega lítilla barna með stór falleg augu sem góna á mann vongóð um að maður breyti um skoðun.
Annars ertu til í að baka eplaskívur 19. sunnudag hjá Karó??