laugardagur, 20. nóvember 2010

klósettástarjátning

Eitt sinn var ég ung stúlka og hafði óhemju margar skoðanir á sem flestu, þóttist fylgjast með stjórnmálum af miklum áhuga og hafði þó nokkur prinsipp...Eitt þeirra var að ég ætlaði undir engum kringum stæðum að vera svona par sem hefur hurðina opna þegar það fer á prívatið-hvað þá ræða málin þar inni! nei prívatið er prívat. Nei, raunin varð svo allt önnur, í fyrsta lagi er makinn minn ekki beinlínis þögla týpan þannig að ég komst fljótt að því að mjög oft þarf hann að ræða við mig einmitt þegar ég sit á postulíninu...nú svo skánaði ekki ástandið við barneignir. Það er eins og hellist yfir börnin gífurlegur aðskilnaðarkvíði þegar ég þarf að bregða mér frá í þessar sirkabát tvær mínútur og áður en ég veit af sit ég, les bók fyrir Karólínu, reyni að finna plástur fyrir þá eldri og hlusta á arnar tala um lystisemdir blaðamannsstarfsins...allt á meðan ég skila af mér mínu. ég er eiginlega farin að halda að ég sé mest aðlaðandi þegar ég sit á klósettinu!
Í kvöld fórum við öll 4 á skyndibitastað með svakaboltalandi (sem þýðir við gátum borðað í rólegheitunum á meðan þær léku sér og fáum því ekki magasár en maturinn var svo óhollur að við fáum líkast til kransæðastíflu).  Eldri dóttir mín á í ákveðnum erfiðleikum með að hafa hægðir (ég veit ekki frásögur færandi) heldur í sér, verður kvíðin þar til hún getur varla gengið og kúkurinn verður á stærð við hrossabjúgu. En hvað um það! Fljótlega eftir að við komum inn fer hún að ganga hokin og æpa að hún þurfi að kúka, þannig ég hleyp með hana inn á WCið og í þriðju tilraun tókst það svo loksins! Gleðin og feginleikin eru slík hjá barninu að það er engu líkt. Þar sem ég krýp og held í höndina á henni,  horfir hún djúpt í augu mín og segir "mamma, ég elska þig" með mikillri áherslu og bætir við "þegar ég kúka, þegar ég pissa, þegar ég hósta. þegar ég faðma þig og þegar ég kyssi þig"--auðvitað bráðnaði hjartað mitt eins og ... smjör!

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

frábært ....þessi börn geta verið svo innilega hreinskilin og yndisleg !
amma Ró

Nafnlaus sagði...

Yndisleg ástarjátning. Gísli kannast vel við svona klósettmenningu, hann sagði oft: "þetta er eins og á járnbrautarstöð" ! Amma Bryndís

Nafnlaus sagði...

Dásamlegt blogg!
You still got it!
- JJKJ

Birkir sagði...

Þessi saga er meistaraverk!

Nafnlaus sagði...

En dásamleg ástarjátnin;)
/Stella

Valdís sagði...

Yndislegt :)

Tinna vinkona þín sagði...

En ótrúlega falleg ástarjátning! Verð að taka undir: Ég elska þig líka þegar ég kúka.

epísk fjölskyldusaga sagði...

takk Tinna, hef orðið vör við það:)

Edilonian sagði...

Hvað er þetta með aðdráttaraflið þegar maður situr á klósettinu!
Það voru þvílík panikköst þegar ég fór að læsa að mér eftir lyklalaus ár í Berlín:-o Elska þig líka þegar ég kúka;-D