vetrarfrí og tími sem hverfur stöðugt!
við fórum í okkar árlegu ferð til Ólafsfjarðar með vinafólki okkar ættuðu þaðan... og það var stórkostlegt svo ekki sé meira sagt.(myndavél biluð og við verðum að ylja okkur við gamaldags minningar). Mér finnst það alltaf jafn mikil uppgötvun hve norðurlandið er mér kært-leiðin norður er svo falleg hvað þá undir fullu tungli. Alls staðar minningar, mér finnst eins og ég hafi farið þessa leið milljón sinnum, fyrst í rauðu norðurleiðarrútunum, stoppað í gamla staðarskála og kannski keypt smá gotterí. Í síðustu ferð var ekki stoppað í staðarskála, raunar brunuðum við norður og stoppuðum ekki fyrr en í varmahlíð-litla beinið byrjaði á að spyrja í ártúnsbrekkunni hvort "við værum ekki að koma" og hélt áfram til enda ferðar! Ólafsfjörður er hreint dásamlegur bær, snotur með lítillri tjörn í centruminu og lítillri göngubrú þar yfir sem leiðir beint að svaðalegri snjósleðabrekku...og auðvitað var snjór og foreldrarnir sem höfðu talið sér trú um að þau hefðu keypt fínasta krakkasleðann í gervöllu þýskalandi, renndu sér mest sjálf. Á meðan við létum eins og bavíanar í snjósleðabrekkunni, kvörtuðu stúlkukindurnar undan fótkulda og ofurhetja ferðalagsins hún Tinna(bjargvættur) hóf sögulega björgun á andarungum sem endur bæjartjarnarinnar höfðu átt á kolröngum tíma (loftslagsbreytingar sjáiði til). Þarna stóð annars nokkuð eðlileg vinkona mín með loðkollhúfu, háf, gulan bala og krakkaskara í kringum sig. Veiddi svo hvern ungan af öðrum, auðvitað voru þeir sjö(eins og í ævintýrunum) og sá síðasti langþrjóskastur-en allir björguðust þeir og komust þeir heilir á höldnu til Andavinafélagsins(ekki fyrir framliðna né afturgengna).
Frækilega fjölskyldan fór líka ásamt hinni familíunni á skauta í höll nokkurri. Hin eldri rúsína varð mjög impóneruð og sagðist vilja fara æfa skauta ásamt balletæfingunum! árlegar hefðir hafðar í heiðri svo sem jólahús og jólamatur! UMMMmmmmmmmm!
Rúsínan í pulsuendanum var svo að fara í nýju göngin tvö kennd við Héðinsfjörð og bæta við þessum týnda firði í safnið. Siglufjörður var eins og beint úr sögubók, notalegur og fallegur og svo var keyrt heim á leið í aftaka veðri og það á kvennafrídaginn sjálfan (ég kom að sjálfsögðu ekkert að keyrslu né nokkru öðru, sat bara og reyndi eftir fremsta megni að skipta mér ekki af akstri.
Annars finnst mér tíminn líða allt allt of hratt í þessum mastersritgerðarskrifum mínum.
Frækilega fjölskyldan fór líka ásamt hinni familíunni á skauta í höll nokkurri. Hin eldri rúsína varð mjög impóneruð og sagðist vilja fara æfa skauta ásamt balletæfingunum! árlegar hefðir hafðar í heiðri svo sem jólahús og jólamatur! UMMMmmmmmmmm!
Rúsínan í pulsuendanum var svo að fara í nýju göngin tvö kennd við Héðinsfjörð og bæta við þessum týnda firði í safnið. Siglufjörður var eins og beint úr sögubók, notalegur og fallegur og svo var keyrt heim á leið í aftaka veðri og það á kvennafrídaginn sjálfan (ég kom að sjálfsögðu ekkert að keyrslu né nokkru öðru, sat bara og reyndi eftir fremsta megni að skipta mér ekki af akstri.
Annars finnst mér tíminn líða allt allt of hratt í þessum mastersritgerðarskrifum mínum.
Ummæli