frankensteinbreiðstrætið
Gatan mín gengur venjulegast undir nafninu Auðarstræti-þar eru mörg hávaxin og fögur tré, húsin öll nokkuð svipuð og allflest steinuð gráu grjóti, á sumrin er gatan svo græn að Írland bliknar í samanburði. En nú er gatan fremur grá og það dökkgrá-ég kvarta ekki gulu skórnir mínir skína bara betur á þessum gráa undirtón. Hins vegar getur verið ansi draugalegt í götunni okkar ekki vegna þessa áðurnefnds gráleika heldur vegna dularfullra nágranna sem ganga framhjá húsi okkar yfirleitt þegar við förum inn og út úr húsi eða bíl eins og í leiðslu, þungum skrefum, með hendur beint á undan sér! Ég hef að sjálfsögðu dæmt allt þetta fólk sem afkomendur Frankenstein en sá hinn sami virðist hafa elt mig á röndum frá því við Arnar heyrðum hann anda vélrænt úr nálægri koju í Sigurðarskála við Kverkfjöll. Um geðslag nágranna ætla ég ekki að dæma hér en ungarnir á heimilinu kippa sér ekkert við dauðyflislegt göngulag þeirra, enda vanar og búið hérna við Frankensteinsbreiðstrætið frá ungri bernsku eða fæðingu.
Ég mæli með óhugnanlegri aðventu og lestri á gömlum bókum undir teppi s.s. bókina um hinn títtnefnda þokkafulla og sjarmerandi Frankenstein.
Ég mæli með óhugnanlegri aðventu og lestri á gömlum bókum undir teppi s.s. bókina um hinn títtnefnda þokkafulla og sjarmerandi Frankenstein.
Ummæli