Karólína 4 ára 19. des





Þessi litla dama varð fjögurra ára í gær, hún er að mati móður sinnar eitt fyndnasta barn sem fæðst hefur fyrir utan að vera krúttlegust og skemmtilegust. Hún hefur ákveðnar skoðanir og veit hvað hún vill, t.d. þykist hún heita Karólína Einarsdóttir...það hefur ekkert með föður hennar að gera eða að henni mislíki Thoroddsen-nafnið, hún vill bara heita eins og vinkona sín á leikskólanum. Litla Karólína er með sama stríðnissvip og afi hennar Geirlaugur, strípihneigð föður síns og fýlugjörn eins og móðirin! (þvílík blanda)
Merkileg er sjálfskoðunin sem maður gengur í gegnum sem foreldri, maður hrósar sér af því að barnið hafi sömu galla og maður sjálfur eða kosti og í þeirra fari eru þau mun krúttlegri og ásættanlegri!
En Daman var ánægð með daginn, veisluna, diskóeyjukökuna og pakkana. Mest ánægð var hún með að vera afmælisstelpa. Eftir afmælið var að venju farið í jólatrésleiðangur og eitt slíkt keypt upp á Landakotshæð sem er sérlega lítið og pent. Það stendur nú skreytt til óbóta í stofunni.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já þetta er engin venjuleg Karólína :) með þau mest bláu augu sem ég hef séð! amma Bryndís
Móa sagði…
já alveg gallabuxnadökkblá eins og þú sagðir einhvern tíman:)
Nafnlaus sagði…
Einmitt :) bh

Vinsælar færslur