Stólatangó
Okkur áskotnuðust nokkrir stólar í vor nú svo var ég að kaupa einn grænan hægindastól í góða hirðinum um daginn en við erum sum sé nokkuð vel sett með stóla.(engar áhyggjur ekkert af þessu er svona designdrasl) Það sem mér finnst algerlega dásamlegt að þetta ástand er eiginmanni mínum mjög hugleikið fyrst sagði hann "þetta er eins og að búa í húsgagnabúð", stundum þusar hann yfir því að þurfa færa til stól í hvert skipti sem hann vill komast eitthvert. Stundum er hann jákvæður og segir þá "það er sama hvar maður er í íbúðinni það er alls staðar hægt að setjast". Hann talar að sjálfsögðu mest um þetta ástand á meðan hann skúrar, já hann skúrar! ég er reyndar búinn að grátbiðja hann um að við fáum aðkeypta hjálp á meðan ég er að klára mastersritgerðina-en nei hann vill heldur gera öll heimilisstörfin sjálfur. Í kvöld sagði hann "þetta er eins og að búa í bíósal-það eru stólar ALLS staðar". Um daginn hélt hann smá vinafögnuð og þá sá hann auðvitað ljósið, nefnilega, allir fengu sæti.
Ummæli
nari.