dagurinn
það er merkilega hressandi að hafa dagsbirtu á daginn. Í gær tókst ég næstum á loft tvisvar sinnum ég veit ekki hvort það var dagsbirtunni að þakka eða fantasíukúrsinum sem ég er í upp íhí. Ég er reyndar ílla svikin ef ég læri ekki að fljúga í þeim kúrsi, vera í endalausu teboði eða eignast töfrahring...Síðustu daga hef ég reyndar aðallega verið að fantasera um gríska eyju, skærblátt haf og sól.
Af afkvæmum er margt að segja eins og venjulega, stóra stýrið er á einhvers konar unglingaskeiði...við vonum að hún taki það bara út núna og sleppi þessari síðari gelgju. Litla stýrið veit núna allt í heiminum og geiminum eins og systir hennar svo vill hún helst taka þátt í því að ala upp eldri systur sína sem er ekki auðvitað alls ekki vinsælt. Um síðustu helgi slógu þær met í því að hlæja og gráta til skiptis.
Af afkvæmum er margt að segja eins og venjulega, stóra stýrið er á einhvers konar unglingaskeiði...við vonum að hún taki það bara út núna og sleppi þessari síðari gelgju. Litla stýrið veit núna allt í heiminum og geiminum eins og systir hennar svo vill hún helst taka þátt í því að ala upp eldri systur sína sem er ekki auðvitað alls ekki vinsælt. Um síðustu helgi slógu þær met í því að hlæja og gráta til skiptis.
Ummæli