Ísold 6 ára, 2. janúar 2011!
Þetta eru mögnuð sex ár sem við höfum lifað saman við og Ísold, mér finnst eins og hún hafi fæðst í gær-eins og nýbökuðum foreldrum sæmir þá fannst manni eins og enginn hefði gengið í gegnum jafn einstaka reynslu og við þegar við eignuðumst litla trjáfroskinn okkar. Það var yndislegt að sjá augu pabba ljóma þegar hann sá Ísold fyrst, hrifningin var algjör-hún slær þér jafnvel við sagði pabbi, mikið þótti mér vænt um það:)
Litla sunnudagsbarnið mitt er mikil dama, hefur mikinn áhuga á prinsessum, ballet og bleiku, já og það þrátt fyrir að eiga femínista fyrir móður! Sniðuga og skemmtilega stelpan mín vakir og vaknar seint, hermir eftir röddum eins og pabbinn sinn (já og er mjög lík pabba sínum að öllu öðru leyti). Þegar hún leikur nornina í mjallhvíti verðum við öll þrjú skíthrædd. En Hvað um það sex ára aldurinn virðist vera mjög mikilvægur í hugum barna, í kvöld fór Ísold að sofa með ballettöskuna með sér upp í rúm og spurði mig hvort hún færi ekki í skólann og balletskólann á morgun...og hvenær losna tennurnar eiginlega?Allt á að gerast strax! Ekki síðar en í gær.
Ummæli
Kær kveðja, Jóhanna.