sepalausa móa
ég hefi losnað við þrjá fæðingarbletti...nei ekki merkilegt. jú það held ég nú! Húðlæknirinn vildi kalla þá sepa og ég sem hafði haft verulegar áhyggjur af þessu litlu brúnu viðhengjum mínum hefði átt að anda rólegar. Læknirinn rannsakaði þá með logsuðugleraugunum sínum og sagði þá meinlausa sepa! Það var ótrúlega þungu fargi af mér létt þarna en samt bauðst hann til þess að taka nokkra og þar af einn sem hefur verið á augabrún minni um ómuna tíð. Tveir voru á hálsinum mínum, stelpurnar kölluðu þá hlaupabólurnar sínar og höfðu þann sið að fikta í þeim þegar við kúrðum. Læknirinn gerði nú mest lítið úr þessari aðgerð-en mér varð mest hugsað til eins fyrsta heimspeki tímans míns. Þegar Róbert Haraldson spurði hvort ef hann myndi losna við vörtu af tánni væri hann þá sami maðurinn, væri vartan hluti af honum og þar fram eftir götunum/vörtunum...gleymspekin. Þegar aðgerðin hófst fór ég að skilja logsuðugleraugun-fyrst var stungið nál í skytturnar þrjár...og síðan hafist handa við að brenna þá bókstaflega af mér hljóðið var eins og í aggressívri árásarflugu, brunalykt í loftinu...engin sársauki fylgdi þeim þremur. En skyndilega fer hann að brenna mig í kringum einn fæðingarblettinn og kom þá í ljós að einn sepinn hafði átt nokkur sepabörn sem tók því ekki að deyfa! Mymen það var sárt, úff- en svo sem ekki jafn sárt og að fæða barn. Nú finnst mér ég fremur nakin í andlitinu...finn meira að segja fyrir söknuði. Án þess að gera mér grein fyrir því var ég vön að vera endalaust að fikta í þessum sepa á augabrúninni oft þegar ég var að spá og spekúlera. Þá strauk ég eftir augabrúninni, staðnæmdist aðeins við sepann góða. Þetta veit ég vegna þess að síðan ég missti hann rek ég mig á það að vera strjúka augabrúninni og bregða í brún þegar ég finn aðeins sárið undir fingurgómnum-Er sepalausa móa, ég eða er ég önnur og ennfremur ætti sepalausa móa að fá sér seppa?
Ummæli
Stella
Ein Móa er svo sem nóg fyrir mig, en mér finnst samt að heiminum veitti kannski ekki af fleiri Móum.
B.kv. Frá baráttusamtökum sepanna