Bjartsýnismaðurinn breytir vandamálum í tækifæri. Svartsýnismaðurinn gerir tækifærin að vandamálum

ENgar áhyggjur, ég ætla ekki að breytast í einhverja Pollýönnu...En hins vegar hef ég ákveðið að breyta væntingum mínum til veðurs hér á landi. Já blessuð gróðurhúsaáhrifin! Því það er ekki á eina bókina lært en ég eins og fleiri landsmenn get ekki hætt að viðra skoðanir mínar á því að veðrið eigi að vera öðruvísi en það er. Þegar það er tchernóbíl frost og vindur vil ég fá hlýrra veður en þegar er hlýrra finnst mér dimmt og grátt, allt ómögulegt og ég er aldrei ánægð. Hvar er snjórinn spyr ég og er skiljanlega svartsýnni en ella vegna þessa dumbungs! En í dag ætla ég að snúa þessu við og í hvert skipti sem veðrið er einhvern veginn ekki í stíl við þankagang eða hugmyndir mínar um veðurfar á norðurhjara ætla ég að reyna líta á það allt öðruvísi...þ.e. jákvætt--því það er jú hugarfarið sem skiptir máli! Er það ekki?

Ummæli

Heiða sagði…
fallegt og jákvætt og heilbrigt og til eftirbreytni...

Vinsælar færslur