hátíð nálgast!
Upp er að renna ein uppáhalds hátíðin mín en líka ein sú hátíð sem landar mínir elska að hata! Aðeins tíu dagar...á þessu heimili verður sett upp hjartaskór út í glugga og vonast eftir smáræði frá englum Valentínusar:).
Þessir kaldrifjuðu ástlausu grey sem búa hérna upp á einhverju ókennilegu skeri norður í hafi telja sér trú um að það sé ónatíonalískt, kapítalískt eða upprunalega amerísk markaðsbrella að halda upp á dag ástarinnar! Þetta fólk vill bara sinn gamla góða bónda og konudag og fíníto. Þvílík fásinna því ástin er það fegursta í heimi hér, því Arístóteles gamli vildi meina að ástin sé primus motor alls og vegna þess að án ástar væru fæst okkar hér. Þetta fólk með steinhjörtun bendi ég á að um gamla trúarhátíð er að ræða...en það mætti segja það sama um jólin t.d. Heilagur Valentínus er uppáhalds heilagi gaurinn minn(á eftir Patreki eins og gefur að skilja). Ekkert finnst mér fegurra en að tjá ást sína hvort sem er á pappahjarta eða með gróðurhúsaræktuðum rósum, hvort sem er handa heitelskuðum lífsfélaga eða bara einhverjum öðrum sem á pláss í hjartanu manns.
Já og svo er valentínusarsnjórinn kominn...júbbí!!!
Þessir kaldrifjuðu ástlausu grey sem búa hérna upp á einhverju ókennilegu skeri norður í hafi telja sér trú um að það sé ónatíonalískt, kapítalískt eða upprunalega amerísk markaðsbrella að halda upp á dag ástarinnar! Þetta fólk vill bara sinn gamla góða bónda og konudag og fíníto. Þvílík fásinna því ástin er það fegursta í heimi hér, því Arístóteles gamli vildi meina að ástin sé primus motor alls og vegna þess að án ástar væru fæst okkar hér. Þetta fólk með steinhjörtun bendi ég á að um gamla trúarhátíð er að ræða...en það mætti segja það sama um jólin t.d. Heilagur Valentínus er uppáhalds heilagi gaurinn minn(á eftir Patreki eins og gefur að skilja). Ekkert finnst mér fegurra en að tjá ást sína hvort sem er á pappahjarta eða með gróðurhúsaræktuðum rósum, hvort sem er handa heitelskuðum lífsfélaga eða bara einhverjum öðrum sem á pláss í hjartanu manns.
Já og svo er valentínusarsnjórinn kominn...júbbí!!!
Ummæli
Valentínusarrjómabollur og Valentínusarskötu?
Það er fallegt.