mánudagur, 21. febrúar 2011

veikindi og ástarkonudagar

Flensan kom á auðarstrætið, arnar byrjaði og varð hryllilega veikur, síðan vorum við tvær mæðgur sem fylgdum í humátt. Mér tókst að verða múkkveik með miklu drama. Læknar vildu engan veginn lina þjáningar vorar svo að heimilislífið varð mikið til lamað. Mamma tók stelpurnar yfir nótt á meðan við hjónin vorum meðvitundarlaus, tók þvott og þreif... já ástandið var hræðilegt. Valentínusardagurinn minn var undirlagður svo það fór lítið fyrir hjartalaga súkkulaðimolum. Arnar tók svo restina af pestinni með sér til Osló á meðan við reyndum að jafna okkur heimafyrir, bökuðum myntugræna stjörnuköku fyrir afmælisbarnið sem gaf konu sinni stórfenglegt ilmvatn og bók:)! Næst á dagskrá kvennabústaðarferð! JúBBÍ!!

0 ummæli: