Afmælisvikan er hafin!

já það er að koma að þessu, Heilagur Patrekur-já og ég get ekki beðið...ég hlakka svo til eins og hún söng einhver barnasöngkonan. Verst að á þetta skyggir miklar hamfarir og hryllilegheit ... og á það bætist að tunglið nálgast jörðina aðeins of mikið og með því er spáð fleiri hamförum-jesús pétur segi ég, hvert er þessi heimur að fara. Það er ekki fyrir minn vestræna huga að hugsa þessar hugsanir til enda. Reyndar er svo komið að ég er orðin enn veðurhræddari og með aldrinum hef ég einnig orðið lofthræddari...flughræddari og ég veit ekki hvað og hvað! Einhvern veginn heldur maður áfram, keyrir um á bensínhák, kaupir föt saumuð af börnum í þrælavinnu, þrífur með einhverjum viðbjóði...og hvað geri ég, borga stundum þúsundkall í söfnun, fer með flöskur og pappír í endurvinnsluna, horfi á fréttir með þjáningarsvip, les hörmungarfréttir og deili þeim á facebook og já búið! það er eins og hvert vestræna skref mitt kosti aðra manneskju út í heimi miklu meira. 'O ég er gjörsamlega þjökuð að vestrænu samviskubiti...nú get ég varla andað af vestrænukvíða (í honum felst að ég vorkenni mest sjálfri mér fyrir að vera af hvítri millistétt í hinum vestræna heimi og þess vegna getur ekkert verið jafn ömurlegt og t.d. í Norður kóreu.) Æ já! hressandi ekki satt það sem aldrei er sagt...við höfum það nú bara of gott hérna í kreppulandi og já ég hlakka enn til afmælisins míns...

Ummæli

Það er gott að Norður-Kórea sé þér enn ofarlega í huga nú þegar afmælið nálgast. Þar heldur fólk nefnilega ekki upp á eigin afmæli heldur bara afmæli KIm Il-sung og Kim Jong-Il. Á afmælisdaginn ætla ég að kalla þig Móa Il-sung.
Móa sagði…
hvenær eiga þeir feðgar afmæli?
8. ágúst?
Móa sagði…
hahaha þá verður sko hátíð í bæ!

Vinsælar færslur