aldurinn færist yfir, annar í afmælisviku!

mynd af mér í fornöld!!!
ég, móa, á sum sé afmæli í vikunni og veðrið lýsir ágætlega sálarástandi mínu....ég kvíði því allt í einu hræðilega mikið að eldast og nálgast þennan miðaldur hræðilega hratt og hvað hef ég afrekað? Mig dreymir martraðir, er komin með kvíðahnút í magan á stærð við bökunarkartöflu og guð forði mér frá því að líta í spegil. ohhhhhhhmen sem sagt þetta verður leiðinlegasta bloggfærsla ársins! Það verður þó að viðurkennast að tveim litlum skottum hér á heimilinu ferst óskaplega vel úr hendi að gleðja aldrað hjarta mitt. Sú yngri vindur sér upp að mér á ólíklegustu stundum t.d. þegar ég stend kófsveitt yfir skúringarfötunni eða þar sem ég sit í rólegheitunum á postulínsskálinni og segir "mamma, þú ert svo falleg"...hin eldri vill alls ekki trúa því að ég sé degi eldri en 25...hversu oft sem ég reyni að leiðrétta hana, hum! Svona er maður nú hégómlegur og sjálfselskur og það þegar heimurinn er á heljarþröm.
(næsta færsla verður tileinkuð heimsendaótta og rúllustigafóbíu minni...so stay tuned for more skandinavian morbidness!)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Það er sko bara gott að eldast. Maður er bara eins og maður vill, alltaf jafn ungur! Mikið eru dúllurnar góðar og ánægðar með mömmu sína, hlustaðu bara á þær og þar við situr. Hlakka til að sjá "rúllustiga" færslur úr Eplinu. bh
Móa sagði…
þær eru dásamlegar þessar stelpur...ég dýrka þær:)
Edilonian sagði…
Jiii hvað ég kannast við þetta allt...nema það að mér sé sagt að ég sé falleg og ung....unglingurinn fær ekki nóg af því að setja útá mig og segja mér hversu vangefin ég er þegar ég tala við þá litlu...en litla ljósið lýsir upp heiminn með brosinu sínu einu saman svo þetta kemur eflaust útá eitt;-p
Móa sagði…
eitt bros frá Míu getur sko lýst upp marga heima, enda ekki svo ólík guðmóður sinni:)
Edilonian sagði…
Mía...Móa...ekki mikill munur;-)

Vinsælar færslur