Grace á toi Gigi

Hérna í gamla daga horfði ég ansi mikið á þessar teiknimyndir og nú er ég farin að horfa á Gigi á ný með stelpunum mínum. Mamma kom með heilan kassa af þessum yndislegheitum frá parís. Stelpurnar kalla hana sísí og skilja ekkert í frönskunni hennar en sjónarspilið nægir alveg. Ég fer í nostalgíutrans og finnst ég nánast ganga í barndóm.  Ég gerði mér auðvitað engan veginn grein fyrir því á sínum tíma að þetta væri japanskt fannst þetta jafn franskt og flanið...

Ummæli

Vinsælar færslur