síðasti í afmælisviku

Já tók mér það bessaleyfi að lengja afmælisvikuna að vild...það er svona þegar maður er á leið á Bessastaði! Þegar ég verð forseti þá lofa ég almennum skemmtanahöldum allan marsmánuð enda megum alveg við því með þessa svikulu veðurguði. En ég fór, sá og sigraði Newyork, fór næstum úr hálslið við að horfa upp á allar þessar byggingar, borðaði á diner eins og Beauvoir. Hitti fjölmargt fólk sumt þekkti ég, kannaðist við en flest þekkti ég ekki baun enda búa margir þarna vesturfrá. Yndislegar mótökur fengum við hjá Röggu, Curver og Hrafnkatli og. pabbi hefði verið ánægður með mig þarna í pólska hverfinu, við skoðuðum og böðuðum okkur í alsnægtum stórborgarinnar. Það er einhvern veginn dásamlegt að brjóta upp hversdaginn, kynnast útlöndunum og lífinu þar. Koma svo heim til baunanna sinna, fá sér flatköku með hindberjasultu og já! Njú jork er æði:). Held upp á þennan síðasta dag í afmælisviku með pomp og pragt.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Kveðja úr sveitinni. :) bh

Vinsælar færslur