ævintýramamma vill verða mamamma

það getur verið ævintýri að vera mamma og sérstaklega þegar maður á ævintýralegar dætur. Mamma verður að hafa hæfileika Kofi Annan til þess að sætta deilur. Bílpróf er næsta nauðsynlegt þegar þarf að keyra stúlkur í afmæli, ballet, heimsóknir...og já leikskólann þ.e. vinnuna þeirra stelpna (eins og afi segir alltaf). Nú svo þarf maður að geta brugðið sér í hin ýmsu hlutverk; hákarlinn í sundlauginni, ævintýramömmu á róló, hjálparmamman á balletsýningunni, huggarinn, stranga mamman þegar á að koma stúlkum í rúmið, kokkamamman sem á helst að snara grjónagraut úr erminni og helst á broti úr sekúndu. síðast en ekki síst hrósmamman, já við mannfólkið líka ævintýrafólkið þurfum hvatningu, bros, faðm til þess að líða þokkalega í hjartavöðvanum. Síst og ekkert endilega síðast er samviskubitsmamman sem hugsar, er ég nóg með þeim? fá þær nóg af þessu eða hinu? eru þær ofdekraðar? eru þær með hreina vettlinga eða ónei ég gleymdi að þvo pollafötin um helgina? Og svo stundum vill kona vera frímamma...má það? Stundum þarf mamma að sitja með sjálfri sér og ná að lesa heila bók í einum rikk, skreppa til NY eða fá smá frí til að klára ma-ritgerð...og verða ma-mamma. Ef ég verð ma-mamma þá verður mamamamamamamamapartý!

Ummæli

Móa sagði…
úff stopp it ....its too much;)
ó já, mig langar að vera ma-mamma með þér - æðislegt að lesa bloggið þitt, þú ert frábær penni.

Vinsælar færslur