furðulegt ferðalag

Ísold fór í sína fyrstu útskriftarferð í dag og þegar ég sótti hana var hún einni tönn fátækari! þessi ferð til fullorðinsára er ein furðulegasta ferð sem maður fer og samt svo eðlileg. Ég man vel eftir því hvernig mér leið þar sem ég sat í eldhúsinu hjá mamie Rose(franskri ömmu minni),  beit í baguette-samloku og skyndilega var ég einni tönn fátækari. Ég man eftir gleðisvip mamie Rose þegar hún leit í holuna sem var ekki svo ósvipaður gleðisvipnum mínum þegar ég sá holuna í munni dóttur minnar. Hvað er svona gleðilegt við það að missa tönn...hver er þessi ótútskýranlega gleði við að fylgjast með barni dafna og þroskast,  ég veit það ekki. Allt saman er þetta auðvitað partur af programmet, jafn eðlilegt og sólarupprásin á morgni hverjum. Litla barnið verður að stórri manneskju smátt og smátt sem þarf að takast á við lífið svo upp á eigin spýtur... svo merkilegt  en já sandt er livet! Krílína karólína barbafín prinsibessa fór svo í guided tour um Grænuborg í dag, þar ætlar hún að nema næsta vetur við Sólskinsdeild...mamman missti næstum út úr sér að sér þætti það ekki óeðlilegt nafn á deild sem fengi slíkan sólargeisla til sín sem hún Karó mín er. Hún er afar opin fyrir þessum fyrirhuguðu breytingum og leist vel á húsakynnin:)
Arnar kom líka úr ferðalagi í dag með allar sínar tennur til baka sem betur fer en kannski aðeins meira skegg. Það er merkilegt hvað lítið ferðalag hvort sem það er til Akranes, grænuborgar eða New york gerir heimilislífið ríkara af alls kyns sögum, brosum og ....svo ekki sé minnst á ilmvötnum, converse og barbapapafígúrum;)

Ummæli

Móa sagði…
ef ég ætti ferðaskrifstofu héti hún furðuferðir!
Nafnlaus sagði…
Skemmtilegur pistill hjá þér :) Svona er lífið, oftast bara yndislegt. :) bh
Nafnlaus sagði…
skemmtilegt! mamie Rose!

Vinsælar færslur