föstudagur, 1. júlí 2011

dýfði mér í sjóinn

Í sjónum með hinum fiskunum er best að vera! Allra meina bót, gott við tannapínupúkanum sem hertók líf mitt þessa vikunna og beinlínis lagði mig í rúmið. Sjórinn virkar því sem hið besta verkjalyf og lundarlyfta. Þetta verður sjósundssumarið mikla hjá pipiogpupu og familí. Í Berlín verðum við að láta okkur nægja vötnin með hinum þýsku striplingunum:)-Annars ætlaði ég nú bara að þvaðra um veðrið eins og venjulega. Mikið hefur verið kvartað undan kulda og vosbúð, mófuglar sumir hverjir fóru aftur á suðlægari slóðir, kartöfluvöxturinn er þremur vikum á eftir áætlun...en höfum við ekki bara verið dekruð af gróðurhúsaáhrifunum. Í það minnsta man ég vel eftir mér lítillri þá þótti mér einmitt þetta svala en ferska íslenska sumarveður yndislegt. amma mín í Frakklandi sagði alltaf þegar ég kom heim á haustin "mikið hafðir þú það gott í sumar, ég var gjörsamlega að kafna hérna(í Aix)". Kannski er þetta síðbúna sumar góðar fréttir fyrir jöklana okkar ... og vonandi koma svo mófuglarnir bara næsta sumar og dvelja við.

0 ummæli: