Risaeðlur í rigningunni
Berlín er yndisleg borg, það verður bara að segjast...Ég veit varla hvar skal byrja. Stelpurnar okkar eru skemmtilegir ferðafélagar og opnar fyrir þessari ofgnótt nýrra hluta... Á þessum tæpum tveimur vikum hafa þær ferðast með lestum og "sporðvögnum" á hverjum degi. Frumburðurinn hefur labbað daga langa í stórborginni án þess að kvarta... sem kemur móðurinni kannski hvað mest á óvart miðað við hversu bílvædd við erum heima. Þær hafa borðað, falafel á Súdönskum stað, víetnamskan, mexíkanst og auðvitað currywurst sem er nú orðið uppáhald Ísoldar. Leikvöllunum höfum við gert góð skil enda nóg af skemmtilegum og ólíkum rólóum. Einn daginn þar sem við vorum á gangi í Kreuzberg vorum við bókstaflega höstluð af velviljuðum þjóðverja á hjólaleikvöll...þar sem börn fá hjálm og hjól að láni...fríkeypis og geta hjólað að vild á litlum brautum með litlum umferðarmerkjum og ljósum....ég sæi þetta í anda gerast á fróni, þar myndi líkast til kosta morðfjár inn. Síðustu dagar hafa verið votir svo ekki sé meira sagt, rignt stanslaust í marga sólarhringa en einhvern veginn fær það ekkert sérlega á okkur, á einum slíkum degi skoðuðum við hið frábæra naturkundemuseum þar sem hægt er að finna stærstu samsettu risaeðlur í Evrópu og ýmislegt fróðlegt, stelpurnar voru gjörsamlega að springa úr fróðleiksfýsn og við þurftum að hafa okkur öll við til þess að útskýra heiminn frá tímum risaeðla og til þessa dags. Það sem ég er kannski ánægðust með er að strax á fyrstu dögunum fóru stelpurnar að stinga sjálfar upp á því að fara á kaffihús til að fá sér Croissant (sagt með frönskum hreim) finnst eins og mér sé að takast að skapa litla heimsborgara, og það er bara Prima!
Ummæli
Kveðja frá afa og ömmu Bryndísi Álfalundi
Photographer: Raimond Spekking
License: cc-by-sa-3.0 http://creativecommons.org/licenses/by-sa/3.0/
Source: https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Naturkundemuseum_Berlin_-_Pr%C3%A4parationsvitrine.jpg?uselang=is