sumar í Berlín

Familían er komin til útlanda...jeij-börnin voru ofurspennt fyrir ferðinni sérstaklega flugferðinni og dýragarðinum, þau voru farin að telja niður í júní. Þegar við fórum loks upp á flugvöll ætlaði auðvitað allt um koll að keyra í tilhlökkun og spenningi. Sú yngri hafði aðeins flogið einu sinni áður en sem ungabarn, sú eldri flaug helling fyrir 2 ára svo minningarnar voru ekki margar um þetta stórkostlega fyrirbæri sem flugvél eða flugferð er. Það er ekki auðvelt að útskýra fyrir spenntu barni að í ferðalögum er maður alltaf að bíða. "are we there yet" er engin klisja, fyrst förum við í flugvél og þá þarf að bíða eftir því að fara upp í flugvélina, síðan þarf að bíða eftir hún takist á loft...síðan þarf auðvitað að sitja í einhverja klukkutíma þar til hún lendir loksins og þá tekur biðin eftir töskunum við, svo er beðið eftir lest og svo framvegis. Allt þetta reynist yngra barni mínu erfitt. "hvenær förum við í flugvélina?" ómaði sum sé allan tíman upp á velli, Síðan fórum við upp í vél þá heyrðist "hvenær fer flugvélin af stað?" loksins þegar flugvélin fór í loftið var barnið sofnað og missti því af teikoffinu...strax og hún vatnaði fór að heyrast "hvenær komum við" á 5 sekúndna fresti þar til við lentum og þá spyr Karólína "förum við núna í húsdýragarðinn?" En og aftur ullum við barninu vonbrigðum með því að útskýra fyrir barninu að fyrst yrðum við aðeins að koma okkur fyrir í Berlín áður en við færum að heimsækja berlínsku húsdýrin í Zoo. Eldri systirin kom inn í landið með opin augu, ekki var liðin mínúta á nýrri grundu þegar hún kallar á okkur og segir  "Sjáiði þennan ofn, ótrúlega flottur" Síðan bentu þær báðar á ruslatunnurnar "mamma, sjáðu þessar flottu ruslatunnur"... Tekið eftir sem flestum smáatriðum en þó sagði Ísold fljótlega, "Berlín er eiginlega eins og Reykjavík!" Hvað sem afkvæmin hafa um þetta allt að segja er hér mikið úrval rólóvalla sem eru nokkrum skörum ofar en heima að gæðum!

Ummæli

Nafnlaus sagði…
frábærT AMMA RÓS
Nafnlaus sagði…
Yndislegt að vera í berlín... við þurfum að fá berlínskan róluvöll í reykjavík. Leiktæki fyrir alla aldurshópa! - sóla
Nafnlaus sagði…
Gaman að lesa þetta. Þetta verður aldeilis gott ævintýri og langþráðir frídagar. Kveðja Amma Bryndís
Heiða sagði…
berlínskur róluvöllur í reykjavík er til bóta, en betra er að færa sig bara yfir til berlínar. ég er ennþá á leiðinni aftur "heim"...bið að heilsa berlínsku sumri og ykkar yndislegu fjölskyldu!!!

Vinsælar færslur