Spielplatz Mekka!
Hér er Spielplatz allt annað mál þeir hafa margir hverjir það sameiginlegt að vera stór hringlaga sandkassi með leiktækjum hvers konar og misjöfnum. Það má nefna klifurgrind með rennibraut, köngulóarróla og margar gerðir af rólum, stórum rólum, lítil innbyggð trampólín, síðan eru oft skip, kastalar alls kyns virki sem hægt er að klifra á klifurveggjum, renna sér niður rennibrautir, súlur eða reipi....það er endalaust hægt að telja. Þeir eiga allir það sameiginlegt að vera hugvitsamir, þroskandi fyrir hreifiþroska og hugmyndaflug barna. En svo er það eitt við rólóana í Berlín, að það er hugsað fyrir foreldrana líka! Það eru kaffistaðir nálægt eða á rólóunum og foreldrar hef ég tekið eftir koma mikið rétt eftir leikskóla, hitta félaga sína í baráttunni spjalla, sitja róleg á þartil gerðum bekkjum eða hugvitsamlegum sætum meðan börnin leika áhyggjulaus og enn betra leika við börnin sín í skemmtilegu umhverfi. Af öllum rólóunum sem við höfum heimsótt í Mitte, Prenslauer Berg, Kreuzberg og Neukölln stendur einn alveg sérstaklega upp úr og sá sýndi Tobbi vinur okkar hér. Hann er raunar eins og úr stórkostlegri Indiana jones bíómynd, Skip og kastali, klifurveggir, töfrateppi, lítil flugvél á gormum, sjóræningjastytta og jógakennarastytta(eins og ísold nefndi hana) Algerlega magnað og reyndar kalla þjóðverjarnir þetta Línulangsokkleikvöll! Skemmtilegast í heimi fyrir skotturnar tvær var þó að leika við Tobba á róló enda er þar mikill snillingur á ferð:)
Ummæli