Spielplatz Mekka!

Já við erum líkast til öll fjögur sammála um það að í Berlín eru margir rólóvellir og ekki nóg með það heldur eru þeir margir hverjir frábærlega vel hannaðir og sniðugir...það sem er svo líka magnað er að enginn þeirra er eins. Allir hafa sinn sjarma, sinn stíl, sitt þema! Þannig teljum við Arnar að við séum búin að skapa nýja tegund af túrisma sem felst í rólóvallagöngutúrum...við höfum í það minnsta eitt mörgum dögum okkar að undaförnu í Berlín, á gangi milli rólóvalla. Allt frá sjóræningjaróló, línulangsokkróló, klifurróló til artí-dalíróló á Auguststrasse. En þegar ég segi rólóvöllur...verður minn íslenski hugi ekkert sérlega uppveðraður- vegna þess að á íslandi, felst rólóvöllur í rólu, rennibraut, sandkassa og jafnvel vegasalti ...og búið. Enn grátlegar er sú staðreynd að áður en ég fór reyndi ég lengi að ná í borgaryfirvöld til þess að spyrja þá hvers vegna væri búið að taka róluna og rennibrautina af Bollagöturóló og fékk þau svör eftir langa bið að tækin hefðu verið tekin vegna þess þau væru ónýt(sem er ekki rétt) og ekkert kæmi í staðinn vegna fjárskorts!
Hér er Spielplatz allt annað mál þeir hafa margir hverjir það sameiginlegt að vera stór hringlaga sandkassi með leiktækjum hvers konar og misjöfnum. Það má nefna klifurgrind með rennibraut, köngulóarróla og margar gerðir af rólum, stórum rólum, lítil innbyggð trampólín, síðan eru oft skip, kastalar alls kyns virki sem hægt er að klifra á klifurveggjum, renna sér niður rennibrautir, súlur eða reipi....það er endalaust hægt að telja. Þeir eiga allir það sameiginlegt að vera hugvitsamir, þroskandi fyrir hreifiþroska og hugmyndaflug barna. En svo er það eitt við rólóana í Berlín, að það er hugsað fyrir foreldrana líka! Það eru kaffistaðir nálægt eða á rólóunum og foreldrar hef ég tekið eftir koma mikið rétt eftir leikskóla, hitta félaga sína í baráttunni spjalla, sitja róleg á þartil gerðum bekkjum eða hugvitsamlegum sætum meðan börnin leika áhyggjulaus og enn betra leika við börnin sín í skemmtilegu umhverfi. Af öllum rólóunum sem við höfum heimsótt í Mitte, Prenslauer Berg, Kreuzberg og Neukölln stendur einn alveg sérstaklega upp úr og sá sýndi Tobbi vinur okkar hér. Hann er raunar eins og úr stórkostlegri Indiana jones bíómynd, Skip og kastali, klifurveggir, töfrateppi, lítil flugvél á gormum, sjóræningjastytta og jógakennarastytta(eins og ísold nefndi hana) Algerlega magnað og reyndar kalla þjóðverjarnir þetta Línulangsokkleikvöll! Skemmtilegast í heimi fyrir skotturnar tvær var þó að leika við Tobba á róló enda er þar mikill snillingur á ferð:)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þaaað er svo gaman að lesa um ykkur. Rólóvellirnir hljóma æðislega. Hlakka til að sjá ykkur. Amma Bryndís

Vinsælar færslur