leiðindablogg

þannig hef ég hugsað til þessa bloggs undanfarið, mér finnst stundum svo sjúklega leiðinlegt að blogga. Svo er hægt að svala þessari duldu athyglissýki á feisbúkk með sniðugum setningum og ef þær eru ekki sniðugar þá hverfa þær nógu fljótt...
EN svo er það þannig að ég vil alls ekki eyða þessu helvíti...pipiogpupu verður stórveldi einhvern tíman og þangað til þá er eins gott að passa plássið á Blogspotinu...

Ps. á næstunni mun birtast hér, almenn úttekt á raunverulegum sem óraunverulegum málefnum t.d.:
draumar (nýir og úr backcatalogue)
Endurbætt stjörnuspá mbl....(STjörnuspá á ekki að vera móralíserandi)
kannski skólasögur frá úttauguðum meistara og huguðum fyrstubekkingi
og svo myndir
svo þú, þú sem lest þetta rugl ekki gefast upp!

Ummæli

Vinsælar færslur