miðvikudagur, 16. nóvember 2011

ættfræðiáhuginn

Karólína sver sig í föðurætt mína og sýnir mikinn ættfræðiáhuga þessa daganna...ég er spurð daglega hvað foreldrar mínir heiti og þá auðvitað fullu nafni, nú svo er spurt hvað foreldrar þeirra heiti og jafnvel foreldrar þeirra. Þetta þykir mér all merkileg hegðun ég man vel eftir því þegar móðir mín spurði mig litla hvað foreldrar vina minna hétu eða hvað þeir gerðu, mér fannst þetta vera hámark hnýsninar og þessar upplýsingar ómerkilegri en nokkuð annað. Það kom svo auðvitað á daginn að þetta væri daglegt brauð á fróni en í suður Frakklandi var ekki mikið verið að spyrja um ættir og slíkt. Karólína spyr mig hins vegar aftur og aftur sömu spurningana og finnst stundum skrítið að tengja saman. Til dæmis á hún tvær langömmur sem henni þykir skrítið að séu mömmur hvað þá mömmur afa og ömmu, nú svo um daginn var hún orðin soldið rugluð á þessum ættfræðirannsóknum sínum og spurði mig hvort ég væri mamma Geirlaugs pabba míns. Í næstu setningu var hún búin að nefna pabba sinn Arnar Karólínuson (sem mér finnst bara nokkuð huggulegt nafn). Karólína veit auðvitað lengra en nef hennar nær og veit að börnin eiga foreldrana alveg eins og foreldrar börnin. En við þetta má bæta að Karólína er nú nýlega farin að nefna sig Arnarsdóttir því lengi vel vildi hún frekar heita Einarsdóttir eftir vinkonu sinni. Merkileg þessi ættfræði

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já Karólína mín veit hvað hún syngur. bh

Maja sagði...

Cute!