janúarþunglyndið og áramótafeikin

Það verður að viðurkennast að það er búið að vera hell að vakna þennan mánuðinn ekki hjálpar veðrið sem hefur ákveðið að vanrækja skyldur sínar við loftslagshitnun allrækilega. eins og allvanalegt er hjá mér hafði ég ákveðið að vera með einhver stórfengleg áramótaheit. Öll koma þau úr sama brunni, ég var ekki nógu eitthvað árið 2011 og nú ætla ég vera mun betri í þessu öllu, miklu sætari og allt. En svo las ég ráð frá einhverjum búddískum zen besserwisser sem sagði mér beinlínis að svoleiðis væri asnalegt...þá fór ég að hugsa út í öll áramótaheit síðustu ára sem mörg hver urðu aldrei að veruleika...t.d. hef ég enn ekki hætt að borða sælgæti, ég bloggaði ekki meira eins og ætlunin var, var ég betri manneskja? keine anung...(en ég náði loksins að sauma rúmteppið í haust sem var áramótaheitið 2007)
Nú svo heyrði ég í útvarpinu að flestir sem strengdu heit gæfust upp 10. jan sérstaklega ef heitið snérist um megrun, hætta reykingum eða að hreyfa sig geðveikt! Hins vegar vill þessi búddistazen gaur meina að það sé mun ráðlegra að reyna breyta venjum sínum og helst ekki tækla nema eitt í einu. Ég ætla því auðvitað að venja mig af 12 asnalegum venjum, fyrsta er að venja mig af því að strengja áramótaheit sem ég stend svo ekki við...(sem er mér greinilega ómögulegt)
Í staðinn ætla ég því að umfaðma þunglyndið sem fylgir því að búa á norðurhveli jarðar, þar sem er engin birta og vont veður og þar sem nýútskrifaður og hæfileikaríkur þýðingafræðingur með sérlegan áhuga á feminískri heimspeki fær ekki vinnu (og já hún tekur það persónulega)...
Umfaðma þá staðreynd hversu kaldranalegt lífið getur verið og að sem norður-evrópubúi sé mér eðlislægt að vera langt niðri á vetrarmánuðum. (Kem því hér með á framfæri að ríkisstjórnin getur varla kallast sósíalísk velferðarstjórn nema hún bjóði okkur til heitari sósíalískra landa þar sem sól skín í heiði.)
þangað til horfi ég á  Ingmar Bergman kvikmyndir út í eitt og nýt mikillra samvista við sængina góðu...

Ummæli

Heiða sagði…
gott að vita af öðrum á svipuðum slóðum og maður sjálfur...svona er bara janúar, og það þýðir ekkert að vera að pína sig eitthvað þótt maður sé orkulaus og vitlaus út af vítamínskorti. orkan og vitið kemur síðar á árinu, núna er það bara tjill!
Móa sagði…
æ já kannski maður ætti að taka vítamín með ingmar kúrnum...
Liv Ullman, sælla minninga! Ég held að Ingmar og vítamín séu andstæður sem virka ekki vel saman.
Móa sagði…
meinarðu að það virki sem mótefni þá við Ingmar eða er Ingmar mótefni við vítamíni?

Vinsælar færslur