fimmtudagur, 2. febrúar 2012

febrúar

ég er svo glöð að það er kominn febrúar, mér finnst hann langtum betri en janúar. Hann er mun styttri og þar með ekki jafn þjáningarfullur. Febrúar er líka örlítið bjartari, Arnar á afmæli í febrúar og síðast en ekki síst þá byrjar fiskamerkið í febrúar. Sums staðar í heiminum telst febrúar til vormánuða...augljóslega ekki hér á landi. Nú svo er auðvitað valentínusardagurinn í febrúar, afmæli ástarinnar...er eitthvað fallegra í veröldinni en ástin? Nei það held ég barasta ekki. Gleðilegan febrúar!

0 ummæli: