af hverju eru börnin í afríku svona fátæk?

Spurðu stelpurnar mig eitt kvöldið, þær eru einkar áhugasamar um afríku en hafa einnig miklar áhyggjur af aðstæðum fólks þar. Jú ég reyndi eitthvað að krafla mig úr þessu með fremur slökum árangri. Af því hvítingjar hafa arðrænt þriðja heiminn í trilljón ár, af því við erum kapítalistar og höfum það gott á kostnað hinna sem svelta, eiga ekki föt til skiptanna, eru þrælar og ekki séns þau eignist nokkurn tíman bratz eða trampólín...
Hins vegar er þessari spurningu gjörsamlega fullkomlega ómögulegt að svara svo vel sé.
"einhvern tíman ætla ég til afríku til þess að fara með mat og föt til þeirra" sögðu stelpurnar í kór.
Jú það var fallega hugsað... en einhvern veginn samt svo óendanlega lýsandi á þessu kerfi sem er hreinlega ekki að virka fyrir fólkið í heiminum....Jú jú við erum öll heimsins börn-en sum eru bara heppnari en önnur.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Smekklegt þetta nýja lúkk verður að segjast! Ég óska ritstjórninni til hamingju með þessa yfirhalningu. Já, þar sem ég er involveraður í þetta verð ég að hvetja fólk til að koma og kaupa/taka dót. Því að það er svo merkilegt að maður vill alltaf losa sig við dót og líka sanka því að sér. En ein þversögnin. Ókeibæ. AET

Vinsælar færslur