fimmtudagur, 7. júní 2012

einhvers staðar einhvern tímann aftur...

einhvers staðar erum við stödd mismunandi mikið til staðar...en alltaf á einhverjum stöðum. Um helgina færðum við okkur úr stað og fórum í hina undurfögru mývatnssveit. Jú það hlýtur að vera einn fegursti staður á jörðu. Fyrir 14 árum var ég þar stödd og þá var ég á allt öðrum stað í mínu lífi...sami staður en samt ekki sá sami! - staður. Hrikalega staðbundið orð, en samt erum við ekki bundin stöðum með rótum eins og öspin í næsta garði. Við færum okkur stöðugt úr stað og í stað. Og enn fremur getum við verið allt annað en á staðnum í huganum. Þegar ég var krakki var ég ansi lagin við það að vera ekki á staðnum eða "í skýunum" eins og frakkar orða það sem þýðir ekki óbærilega glöð heldur utan við mig. Ég þráði líka að geta verið á nokkrum stöðum í einu, helst á íslandi og frakklandi samtímis, fá góða mjólk, hressandi golu en líka pain au chocolat og nýtýnd kirsuber...Þegar ég fæddist bjó ég í húsi sem heitir á próvensölsku Togo de gun og þýðir Hvergi (líkast til andstæðan við að fæðast á Staðarstað)  Ef hvergi er staður er þá hvergið nokkuð til?

0 ummæli: