Dót vík burt
enn er ég að flytja: Stundum finnst mér lífið vera flutningur. Einhvern veginn er það ósköp náttúruleg-kannski af því ég hef flutt svo oft. En það er ákveðið ferli sem er bæði frábært, jákvætt og gott en líka hrikalega erfitt, óþægilegt og jafnvel óþarfi. En fyrstu jákvæðu áhrifin eru hreinsunin...heimilinn eru eins kóralrif sem hlaða á sig þörungum sem vaxa út um allt...heimilin eru troðfull ef ekki yfirfull af dóti sem vex eins og þessir fyrrnefndu þörungar. Dóti sem við notum ekki, dóti sem við þurfum ekki, dóti. Allar hirslur eru fullar og svo ekki sé minnst á geymslur. Nú erum við búin að taka úr geymslu um 10.000 vínylplötur og geisladiska í öðrum geymslum eru svo bækur...þetta líf. Það er eins og maðurinn sé hver og einn að reyna komast yfir heiminn í einhverjum skömmtum, einn með því að eiga allar plöturnar, annar vill eiga allar bækurnar, frímerkin, dúkkur, dagblöð...nefndu það fólk safnar því. En það sem gerist við flutninga er endurskoðun. Vill ég eiga þetta eða hitt, þarf ég þess. Svarið við fyrrnefndum spurningum er yfirleitt, Nei! Auðvitað vildi maður geta minnkað dótið sitt þannig það væri ekki alltaf svona gífurlegt mál að flytja. Því Dótið gengur á plássið manns og fær á endanum meira rými en maður sjálfur.
Ummæli