fráttir
feðgini í strætó með háalofti og engu þaki
nesti í Harrison park eftir skóla
Karólína og vinir á bát á skólalóðinni
Espressobar á ferð um skosku hálöndin
Ströndin í Findhorn
Skýin í Skotlandi eru einstaklega falleg, Findhorn
Skosku hálöndin, þjóðgarðurinn Cairngorm...
Pitlochry
Kaffistopp í Pitlochry
Nýja skrifstofa systranna
Karólína súperglöð að fá að hitta vinkonu sína Heklu á skæp
ég meinti fréttir en fráttir er líka ágætisorð og ekki er ég nú þekkt fyrir að vera með orðarasisma. En hvað um það hér er fjölskyldan búin að vera í næstum mánuð...komum á fullu tungli og nú er það orðið ansi fullt aftur. Og já við erum búin að vera á fullu endalaust. Og búin að ferðast um Skotland. Samt er sumt eftir eins og sjónvarpið sem er ekki komið í gang og það er að gera mig geðveika vegna þess að já geðheilsa mín veltur á því að geta horft á lélegt sjónvarp einhverjar mínútur á dag. Hins vegar er alnetið komið, síminn var kominn en farinn aftur vegna tengingarvitleysu. Nú börnin, hjartans börnin eru komin í skoskan skóla, ekki Hogwarth en ansi nálægt því samt. Þangað fara þær misglaðar á morgnana, Karólína volandi en Ísold minna í volinu en alltaf eru þær brosandi þegar við sækjum þær. Foreldrahjörtun okkar A. eru því svona miskramin því það er erfitt að horfa upp á börnin sín volandi...mikið í einu. Þessi foreldrahjörtu hafa því styrkt kindereggjaframleiðendur meira en góðu hófi gegnir. Við erum hins vegar bjartsýn á að þær verði bráðum blaðrandi á skosku og á fullu að leika við nýja vini. Annað í fréttum er að ritstjóri pipiogpupu hefur fært kvíarnar-ómæ, getur það verið...ég hélt þetta væri aðeins kjaftasaga? kann einhver að hugsa, en jú! Heimasíðan heitir því mikilvæga og sögulega hlaðna nafni Lesbókin. Þetta verður m.a. starfsvettvangur pipiogpupu sem sagt tilraun til að gera eitthvað smá fullorðins...
nesti í Harrison park eftir skóla
Karólína og vinir á bát á skólalóðinni
Espressobar á ferð um skosku hálöndin
Ströndin í Findhorn
Skýin í Skotlandi eru einstaklega falleg, Findhorn
Skosku hálöndin, þjóðgarðurinn Cairngorm...
Pitlochry
Kaffistopp í Pitlochry
Nýja skrifstofa systranna
Karólína súperglöð að fá að hitta vinkonu sína Heklu á skæp
Brjóstsykur og lakkrís
ég meinti fréttir en fráttir er líka ágætisorð og ekki er ég nú þekkt fyrir að vera með orðarasisma. En hvað um það hér er fjölskyldan búin að vera í næstum mánuð...komum á fullu tungli og nú er það orðið ansi fullt aftur. Og já við erum búin að vera á fullu endalaust. Og búin að ferðast um Skotland. Samt er sumt eftir eins og sjónvarpið sem er ekki komið í gang og það er að gera mig geðveika vegna þess að já geðheilsa mín veltur á því að geta horft á lélegt sjónvarp einhverjar mínútur á dag. Hins vegar er alnetið komið, síminn var kominn en farinn aftur vegna tengingarvitleysu. Nú börnin, hjartans börnin eru komin í skoskan skóla, ekki Hogwarth en ansi nálægt því samt. Þangað fara þær misglaðar á morgnana, Karólína volandi en Ísold minna í volinu en alltaf eru þær brosandi þegar við sækjum þær. Foreldrahjörtun okkar A. eru því svona miskramin því það er erfitt að horfa upp á börnin sín volandi...mikið í einu. Þessi foreldrahjörtu hafa því styrkt kindereggjaframleiðendur meira en góðu hófi gegnir. Við erum hins vegar bjartsýn á að þær verði bráðum blaðrandi á skosku og á fullu að leika við nýja vini. Annað í fréttum er að ritstjóri pipiogpupu hefur fært kvíarnar-ómæ, getur það verið...ég hélt þetta væri aðeins kjaftasaga? kann einhver að hugsa, en jú! Heimasíðan heitir því mikilvæga og sögulega hlaðna nafni Lesbókin. Þetta verður m.a. starfsvettvangur pipiogpupu sem sagt tilraun til að gera eitthvað smá fullorðins...
Ummæli