ósjálfstæði meikar ekki sens!

Dætur mínar eru svolítið ruglaðar á ýmsu sem tengist nýlegum flutningi okkar...Þær spurðu mig um daginn,
"mamma, ef við erum í skotlandi hvar er þetta  Bretland  og england" Tilraun mín til að útskýra..... the Commonwealth  var einhvern veginn á þá leið að: Skotland og England eru hluti af Bretlandi sem þýðir að Bretland og Drottningin eru yfir Skotlandi" "Fer maður þá til Bretlands þegar maður deyr" svöruðu þær þessari fínu útskýringu...(reyndar nýbúnar að horfa á bróður minn ljónshjarta) og seinna bendir önnur þeirra á Edinborgarkastala "Er þetta Bretland?"

Ummæli

Sonja sagði…
Í útvarpinu um daginn var verið að tala um muninn á Britain, Great Britain og United Kingdom. Ég treysti mér ekki til að hafa rétt eftir hvað er hvað. Hef því talsverða samúð með dömunum.

Vinsælar færslur